Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Eldbergs

Eldeyjar Hugi

3/9/2020

 
Öldungurinn okkar, Eldeyjar Hugi kvaddi í sumar eftir stutt en alvarleg veikindi. Hugi hefði orðið 13 ára í lok ágúst. Við minnumst hans með hlýhug og þakklæti fyrir tímann hjá okkur en við höfðum átt hann frá 8 vikna aldri.

Hugi hóf leitarþjálfun hjá björgunarsveitunum aðeins 3 mánaða gamall. Hann lauk fyrsta leitarprófinu sínu 6 mánaða og varð eins fljótt og mögulegt var fullþjálfaður útkallshundur bæði í víðavangsleit og snjóflóðaleit og fór í endurmatspróf árlega til þess að viðhalda réttindum sínum. Hugi sinnti útköllum samfleitt þar til hann fór á eftirlaun og tók þátt í fjölmörgum stórum þekktum leitum víðsvegar um landið. Hann fór í síðustu leitarútköllin sín árið 2017, þá 10 ára gamall. Hugi var í þónokkur skipti fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang og var því öllu vanur. Hugi var valinn Þjónustuhundur ársins hjá HRFÍ árið 2015 og heiðraður af því tilefni fyrir vel unnin störf sín hjá björgunarsveitunum.

Hugi var sýndur á sýningum HRFÍ með góðum árangri. Hann fékk tvö íslensk meistarastig og var á sínum tíma á meðal stigahæstu schäferrakka landsins. Hann hlaut fjölda heiðursverðlauna fyrir afkvæmi sín, fjölmörg hafa fengið íslensk meistarastig og urðu mörg þeirra meistarar. Afkvæmahópur hans sigraði nokkrum sinnum aðrar tegundir á hundasýningum HRFÍ sem besti afkvæmahópur sýningar. Hugi var síðustu árin sýndur sem öldungur, fékk ávallt heiðursverðlaun og var margoft valinn besti öldungur tegundar. Hugi átti fjögur got með fjórum tíkum, alls 24 hvolpa og í upphafi þessa árs eignaðist hann 10 afabörn.

Hugi var sá allra besti. Afburða vinnuhundur og yndislegur heimilishundur. Hann hafði allt það sem schäferhundur þarf að bera að okkar mati. Hann var öruggur, sjálfstæður, hugaður, hlýðinn og yfirvegaður sem nýttist honum einnig vel í vinnu en þar var hann 150% og alltaf hægt að treysta á hann. Hans er og verður sárt saknað.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Comments are closed.

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    February 2023
    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got