Eldbergs
Fyrir tæpum tveimur vikum fæddust hjá okkur 9 hvolpar. Því miður veiktust tveir skyndilega og dóu svo nú erum við með 7 spræka og duglega hvolpa undan Ghazi og Italy. Hvolparnir þyngjast, stækka og dafna vel. Sumir eru farnir að opna augun og nokkrir myndast við að reisa sig upp á lappir og reyna að ganga.
Við erum að byrja að fara yfir hvolpabiðlistann. Þeir sem eru að fylgjast með okkur, eru á biðlistanum og eru enn að bíða eftir hvolpi er velkomið að minna á sig. Við munum fljótlega byrja að hafa samband við þá sem eru á bið hjá okkur. Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |