Eldbergs
Sumarið hefur farið vel í okkur. Við höfum ferðast innanlands en einnig notið veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu. Quimba og Ghazi fóru til Vestmannaeyja og Tindur ferðaðist alla leið á austfirði í vinnuferð. Sá hörmulegi atburður gerðist í byrjun ágúst að ekið var á Tind meðan hann var í umsjá fósturfjölskyldu sinnar. Tindur hafði verið þar á fóðursamning síðan í vor en dvaldi öðru hverju hjá okkur inn á milli. Hann var nýfarinn frá okkur eftir tveggja vikna dvöl og átti að koma aftur til okkar nokkrum dögum seinna. Það hefur því verið gríðarleg sorg á heimilinu síðustu daga og söknum við hans sárt. Tindur var einn af efnilegustu rökkum landsins, hann var íslenskur meistari, þjálfaður leitarhundur og átti glæsilegan sýningarferil. Það er mikil eftirsjá eftir þessum unga, fallega rakka.
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |