LEitarþjálfun
Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (LSL) og Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) sjá um að þjálfa hunda til björgunar- og leitarstarfa á Íslandi. Hundar á vegum þeirra eru staðsettir víðsvegar um landið. Hundarnir eru allir í einkaeigu og sjá eigendur þeirra um að þjálfa hundana með aðstoð hundasveitanna. Í þessari grein verður fjallað um leitarþjálfun út frá hugmyndafræði og aðferðum sem Leitarhundar SL vinna eftir.
Vinnuhundar
Leitarþjálfun er leikur og vinna fyrir hundinn. Hundar hafa gaman af því að hafa eitthvað fyrir stafni og eru ánægðir með hvers konar verkefni, sérstaklega hundar af vinnuhundakyni. Ef vel gengur tekur leitarþjálfunin 2-3 ár þangað til hundur lýkur A prófi. Best er að koma með unga hunda til þjálfunar.
Algengustu hundategundirnar sem notaðar eru í leitarþjálfun á Íslandi eru schäfer, labrador, border collie og blöndur af þeim tegundum. Þessar tegundir hafa þær hvatir og vinnueiginleika sem sóst er eftir í leitarþjálfuninni. Best er að leita til viðurkenndra vinnuhundaræktenda þegar hvolpur er valinn til þjálfunar.
Grunnþjálfun leitarhunda
Í upphafi leitarþjálfunar er byrjað á því að kynna dótið fyrir hundinum. Hundurinn leikur við dótið á fyrirfram ákveðinn hátt og dótið gert mjög spennandi. Því næst er maður (fígúrant) fenginn til þess að taka úthlaup fyrir hundinn. Hundurinn sér manninn veifa dótinu framan í sig, maðurinn hleypur svo í burtu og felur sig stutt frá. Hundurinn verður spenntur, eigandi gefur honum lausnarorð ("finna mann", "leita", eða eitthvað þess háttar) og hundurinn hleypur til þess týnda. Þar fær hundurinn að leika með dótið. Hundurinn lærir með þessu að: sá týndi er skemmtilegur, hann er með dótið og best sé að finna hann og fá þennan skemmtilega leik. Seinna er hundinum kennt að sækja eiganda sinn og vísa honum á þann týnda og alltaf fær hundurinn mikinn leik í lokin. Þetta kallast að vinna á sjónrænu áreiti en þegar lengra líður á í þjálfuninni þá fær hundurinn ekki að sjá þegar maðurinn fer og felur sig og þarf því að nota einungis lyktarskynið til þess að finna. Það er misjafnt hvort fígúrant eða hundamaður geymir dótið í leitinni, það á ekki að hafa áhrif á hundinn hvar dótið hans er.
Vinnuhundar
Leitarþjálfun er leikur og vinna fyrir hundinn. Hundar hafa gaman af því að hafa eitthvað fyrir stafni og eru ánægðir með hvers konar verkefni, sérstaklega hundar af vinnuhundakyni. Ef vel gengur tekur leitarþjálfunin 2-3 ár þangað til hundur lýkur A prófi. Best er að koma með unga hunda til þjálfunar.
Algengustu hundategundirnar sem notaðar eru í leitarþjálfun á Íslandi eru schäfer, labrador, border collie og blöndur af þeim tegundum. Þessar tegundir hafa þær hvatir og vinnueiginleika sem sóst er eftir í leitarþjálfuninni. Best er að leita til viðurkenndra vinnuhundaræktenda þegar hvolpur er valinn til þjálfunar.
Grunnþjálfun leitarhunda
Í upphafi leitarþjálfunar er byrjað á því að kynna dótið fyrir hundinum. Hundurinn leikur við dótið á fyrirfram ákveðinn hátt og dótið gert mjög spennandi. Því næst er maður (fígúrant) fenginn til þess að taka úthlaup fyrir hundinn. Hundurinn sér manninn veifa dótinu framan í sig, maðurinn hleypur svo í burtu og felur sig stutt frá. Hundurinn verður spenntur, eigandi gefur honum lausnarorð ("finna mann", "leita", eða eitthvað þess háttar) og hundurinn hleypur til þess týnda. Þar fær hundurinn að leika með dótið. Hundurinn lærir með þessu að: sá týndi er skemmtilegur, hann er með dótið og best sé að finna hann og fá þennan skemmtilega leik. Seinna er hundinum kennt að sækja eiganda sinn og vísa honum á þann týnda og alltaf fær hundurinn mikinn leik í lokin. Þetta kallast að vinna á sjónrænu áreiti en þegar lengra líður á í þjálfuninni þá fær hundurinn ekki að sjá þegar maðurinn fer og felur sig og þarf því að nota einungis lyktarskynið til þess að finna. Það er misjafnt hvort fígúrant eða hundamaður geymir dótið í leitinni, það á ekki að hafa áhrif á hundinn hvar dótið hans er.
Hvatir hundsins
Það eru nokkrar hvatir sem þurfa að vera til staðar til þess að hundur henti til leitar en það eru veiðihvöt, drápshvöt og flokkshvöt. Einnig þarf hundur að vera mjög stöðugur í umhverfi sínu. Það má ekkert hafa áhrif á hann í leitinni svo sem bílar, fólk, dýr, landslag, hljóð og annað sem truflað gæti einbeitinguna. Hundur verður að vera óhræddur við umhverfi sitt. Það þarf t.d. að vera hægt að flytja hann á milli með hvaða farartæki sem er. Það gæti komið til þess að hundur þyrfti að fara á leitarsvæðið með fjórhjóli, snjóbíl, vélsleða, bát eða jafnvel þyrlu. Einnig hafa hundar þurft að fara um erfið leitarsvæði svo sem sprungna jökla og bratta kletta, Þau svæði verður hundur að geta farið um og leitað af öryggi. Umhverfisþjálfun er því mjög mikilvæg meðfram leitarþjálfuninni. Hlýðniþjálfun er einnig afar mikilvæg. Hundamaður þarf að hafa fullkomna stjórn á hundi sínum við þessar aðstæður, enda er hundurinn ávallt án taums í leit (fyrir utan sporaleit).
Leitarþjálfunin er þróuð með atferlisfræði hundsins í huga. Hvatirnar eru notaðar til þess að kenna leikinn/vinnuna:
- Veiðihvöt: Hundur og foringi fara saman að veiða. "Veiðin" er leitin að hinum týnda. Sá týndi er samt ekki bráðin, heldur dótið (verðlaunin) en foringi geymir það í vasanum.
- Drápshvöt: Leikurinn sem hundurinn fær í verðlaun er að tosast á um dót sem síðan er kastað burt í lok leiksins. Foringi fær fyrst að borða, hundurinn svo. Hundurinn sækir dótið og fær að bera það, foringi tekur svo aftur dótið.
- Flokkshvöt: Til þess að veiði- og drápshvötin komi að notum við leitina þarf hundur að bera mikla virðingu fyrir foringja sínum. Þegar hundur finnur þann týnda þarf hann að sækja foringja sinn og vísa honum á þann týnda.
Það eru nokkrar hvatir sem þurfa að vera til staðar til þess að hundur henti til leitar en það eru veiðihvöt, drápshvöt og flokkshvöt. Einnig þarf hundur að vera mjög stöðugur í umhverfi sínu. Það má ekkert hafa áhrif á hann í leitinni svo sem bílar, fólk, dýr, landslag, hljóð og annað sem truflað gæti einbeitinguna. Hundur verður að vera óhræddur við umhverfi sitt. Það þarf t.d. að vera hægt að flytja hann á milli með hvaða farartæki sem er. Það gæti komið til þess að hundur þyrfti að fara á leitarsvæðið með fjórhjóli, snjóbíl, vélsleða, bát eða jafnvel þyrlu. Einnig hafa hundar þurft að fara um erfið leitarsvæði svo sem sprungna jökla og bratta kletta, Þau svæði verður hundur að geta farið um og leitað af öryggi. Umhverfisþjálfun er því mjög mikilvæg meðfram leitarþjálfuninni. Hlýðniþjálfun er einnig afar mikilvæg. Hundamaður þarf að hafa fullkomna stjórn á hundi sínum við þessar aðstæður, enda er hundurinn ávallt án taums í leit (fyrir utan sporaleit).
Leitarþjálfunin er þróuð með atferlisfræði hundsins í huga. Hvatirnar eru notaðar til þess að kenna leikinn/vinnuna:
- Veiðihvöt: Hundur og foringi fara saman að veiða. "Veiðin" er leitin að hinum týnda. Sá týndi er samt ekki bráðin, heldur dótið (verðlaunin) en foringi geymir það í vasanum.
- Drápshvöt: Leikurinn sem hundurinn fær í verðlaun er að tosast á um dót sem síðan er kastað burt í lok leiksins. Foringi fær fyrst að borða, hundurinn svo. Hundurinn sækir dótið og fær að bera það, foringi tekur svo aftur dótið.
- Flokkshvöt: Til þess að veiði- og drápshvötin komi að notum við leitina þarf hundur að bera mikla virðingu fyrir foringja sínum. Þegar hundur finnur þann týnda þarf hann að sækja foringja sinn og vísa honum á þann týnda.
Þó svo hvatirnar séu allar til staðar hjá hundinum þá er það þjálfunin skiptir sem skiptir mestu máli. Mikilvægt er að nota viðurkenndar aðferðir við þjálfunina, lítil mistök geta leitt af sér alvarleg vandamál. Taka verður tillit til þess að ekki eru allir hundar hæfir til leitarþjálfunar þó svo þeir séu af vinnuhundakyni. Oft eru vandamál til staðar sem koma í veg fyrir að hundur virki sem skyldi en leiðbeinendur reyna til hins ýtrasta að koma á móts við hvern hund og finna leiðir sem henta hverjum og einum. Það kemur þó stundum fyrir að leiðbeinendur meta stöðuna sem svo að ekki sé hægt að halda þjálfun á viðkomandi hundi áfram. Verðlaunin (hvatinn) skiptir miklu máli, ef hundurinn hefur gaman af verðlaununum eru meiri líkur á að hann endurtaki það sem ætlast er til af honum.
Hundar eru björgunartæki
Leitarhundar eru hraðvirkasta leitartækið sem völ er á og nýtast í nánast hvaða veðri og skyggni sem er, hvort sem það er myrkur, rigning, þoka eða snjór, þá virkar lyktarskynið alltaf hjá hundinum. Til þess að hundur teljist góður leitarhundur þurfa öll atriði hér að ofan að sameinast. Leitarhundar þurfa stöðuga þjálfun til að viðhalda þekkingu sinni og mæta reglulega í próf til þess að sýna fram á kunnáttu sína og halda réttindum sem leitarhundur á útkallslista.
Íris Hlín Bjarnadóttir 2010
Hundar eru björgunartæki
Leitarhundar eru hraðvirkasta leitartækið sem völ er á og nýtast í nánast hvaða veðri og skyggni sem er, hvort sem það er myrkur, rigning, þoka eða snjór, þá virkar lyktarskynið alltaf hjá hundinum. Til þess að hundur teljist góður leitarhundur þurfa öll atriði hér að ofan að sameinast. Leitarhundar þurfa stöðuga þjálfun til að viðhalda þekkingu sinni og mæta reglulega í próf til þess að sýna fram á kunnáttu sína og halda réttindum sem leitarhundur á útkallslista.
Íris Hlín Bjarnadóttir 2010