UM okkur
Við heitum Íris og Theodór og höfum átt schäferhunda frá árinu 2007 eða í 15 ár. Eldeyjar Hugi var okkar fyrsti hundur. Hann varð tæplega 13 ára en kvaddi vegna aldurs sumarið 2020. Við fengum okkur hvolp (Tind) undan Huga úr öðru gotinu hans. Tindur var fæddur 2014 en hann fórst af slysförum þegar hann var á 5. aldursári. Frá því við eignuðumst okkar fyrsta hund höfum við tekið þátt í hundasýningum með góðum árangri og starfað með hundana við leit að týndu fólki á vegum björgunarsveitanna. Eftir að hafa verið á kafi í tegundinni í um 10 ár tókum við ákvörðun um að hefja ræktun á tegundinni. Við höfðum ýmis markmið í huga svo sem varðandi útlit, byggingu, vinnueiginleika og geðslag og hófum í framhaldi leit að frambærilegum ræktunardýrum erlendis. Sumarið 2018 festum við kaup á tík frá Þýskalandi (Quimba) og síðar sama ár keyptum við rakka frá Hollandi (Ghazi). Í lok árs 2019 bættum við við tveimur tíkum frá Hollandi (Italy og Karma) og komu þær til Íslands í febrúar 2020. Við eigum nokkra yndislega hollenska vini sem eru schäfer ræktendur og hafa aðstoðað okkur við að byggja upp ræktunina okkar með fyrsta flokks ræktunardýrum. Við höfum hitt þau reglulega síðustu ár við ýmis tækifæri, bæði í Hollandi, Þýskalandi og á Íslandi. |
Íris hefur starfað með Schäferdeild HRFÍ frá því Hugi var hvolpur og tekið virkan þátt í starfi deildarinnar alla tíð. Íris var í stjórn deildarinnar í fjögur ár, þar af þrjú sem formaður. Íris hefur komið að fjölmörgum stórum verkefnum innan deildarinnar og meðal annars tekið þátt í skipulagningu deildarsýninga sem haldnar hafa verið síðustu ár.
Theodór þjálfaði Huga í leitarvinnu frá því hann var þriggja mánaða og störfuðu þeir með Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitinni Ársæl. Hugi var fullþjálfaður leitarhundur í snjóflóða- og víðavangsleit. Theodór hefur sinnt stjórnarstörfum innan Leitarhunda og Ársæls í mörg ár, meðal annars sem formaður Leitarhunda. Theodór er einnig leiðbeinandi og dómari hjá Leitarhundum og sér þar af leiðandi um þjálfun og úttekt hunda hjá Leitarhundum. Theodór hefur sótt nokkur námskeið erlendis um leitarþjálfun hunda, bæði í Skotlandi og Bandaríkjum. Theodór er í dag sviðstjóri hundasviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Við höfum frá árinu 2007 þjálfað hundana okkar til leitar- og björgunarstarfa. Ghazi, innflutti rakkinn okkar, er starfandi leitar- og björgunarhundur hjá Leitarhundum en hann er á útkallslista í snjóflóðaleit. Ghazi er þriðji hundurinn okkar sem lýkur útkallsprófi hjá björgunarsveitunum.
Theodór þjálfaði Huga í leitarvinnu frá því hann var þriggja mánaða og störfuðu þeir með Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitinni Ársæl. Hugi var fullþjálfaður leitarhundur í snjóflóða- og víðavangsleit. Theodór hefur sinnt stjórnarstörfum innan Leitarhunda og Ársæls í mörg ár, meðal annars sem formaður Leitarhunda. Theodór er einnig leiðbeinandi og dómari hjá Leitarhundum og sér þar af leiðandi um þjálfun og úttekt hunda hjá Leitarhundum. Theodór hefur sótt nokkur námskeið erlendis um leitarþjálfun hunda, bæði í Skotlandi og Bandaríkjum. Theodór er í dag sviðstjóri hundasviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Við höfum frá árinu 2007 þjálfað hundana okkar til leitar- og björgunarstarfa. Ghazi, innflutti rakkinn okkar, er starfandi leitar- og björgunarhundur hjá Leitarhundum en hann er á útkallslista í snjóflóðaleit. Ghazi er þriðji hundurinn okkar sem lýkur útkallsprófi hjá björgunarsveitunum.