Leitarþjálfun
Til þess að vera með hund á útkallslista þarf annars vegar að ljúka tilteknum leitarprófum á hundinn hjá viðurkenndum hundasveitum en einnig að vera fullgildur félagi í björgunarsveit. Á Íslandi starfa tvær hundasveitir; BHSÍ og Leitarhundar.
Mikil vinna liggur að baki því að þjálfa upp leitarhund. Mikilvægt er að hundur hafi þær hvatir sem til þarf en ef allt gengur vel tekur um 2-3 ár að fullþjálfa hund. Snjóflóðapróf eru haldin einu sinni á ári en víðavangsúttektirnar eru nokkrar yfir sumartímann. Grunnpróf fyrir byrjendur kallast C próf. Þeir hundar eru ekki viðurkenndir til leitar og ekki skráðir á útkallslista. Næst ljúka hundar B prófi sem er útkallspróf og þeir hundar teljast til vinnuhunda. Að lokum taka hundar A próf, þeir hundar eru fullþjálfaðir leitarhundar og hafa forgang í útköll og leitir. Sjá nánar um leitarþjálfun hér fyrir neðan: |
VÍðavangsleitVíðavangsleit er ein af nokkrum tegundum leitaraðferða. Víðavangsleit er leit að týndu fólki á óskilgreindu svæði. Hundurinn leitar að lykt í vindi og lofti og geta hundar jafnvel fundið leyfar af lykt sem er marga kílómetra fjarlægð. Hundur getur leitað bæði í þéttbýli sem og dreifbýli án þess að fólk, dýr eða farartæki trufli eða hafi áhrif á hann.
Hér má lesa stuttlega hvað felst í víðavíðavangsleit ásamt því að farið er yfir úttektarreglur, markeringu ofl. |
SnjóflóðaleitSnjóflóðaleit er önnur algeng leitaraðferð. Í snjóflóðaleit leitar hundur að fólki sem grafið er undir snjó. Lyktin berst auðveldustu leiðina upp úr snjónum og hundur byrjar að grafa þar sem mesta lyktin kemur upp. Snjóflóðaleit er fínleit, líkt og sporaleit, og leitar hundur mun minna svæði en sambærilegt próf í víðavangsleit.
Hér má lesa nánar um úttektarreglur ofl. í snjóflóðaleit. |
Hvað er Leitarþjálfun?Leitarvinna er jákvæð þjálfun og kennd í gegnum leik. Ef nægilegar hvatir eru til staðar mun hundurinn leggja á sig talsverða vinnu vegna þess að verðlaunin sem hann fær í lokin eru þess virði. Fullþjálfaðir hundar leita auðveldlega og einbeittir í margar klukkustundir. Það er mjög mikilvægt að unnið sé rétt frá upphafi undir faglegri leiðsögn leiðbeinenda. Einnig þarf að gæta þess hundur meiðist ekki eða fái neikvæða upplifun því það getur orðið til þess að hann muni aldrei taka þátt í slíkri vinnu aftur.
Hér verður farið yfir hvatir hunda, fyrirkomulag þjálfunar, forsendur fyrir getu til þess að leita og vinna og fleira. |