Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

​

Snjóflóðaleit

Picture
Hundur þarf að finna manneskju sem er grafinn undir snjó. Hundurinn verður að leita tiltekið svæði og gefur fund til kynna með því að grafa. Hundur má einnig gelta. Markering fyrir víðavangsleit/sumarleit er ekki vel séð (sækja foringjann, oft með því að hundur hoppar og setur framlappirnar upp á mann). Hundur verður að gera greinarmun á milli leita og markeringa.

Snjóflóðaleit hefst þegar nægilegur snjór er kominn svo hægt sé að grafa djúpar holur. Yfirleitt er mest þjálfað í jan-mars og lýkur við vetrarúttekt sem haldin er í lok mars. Úttektir eru fjögurra daga langar og er prófað á hverjum degi.

Í upphafi eru hundar þjálfaðir fyrir C próf sem er skilyrði fyrir þjálfun fyrir B próf. Teymi sem lýkur B prófi skráist á útkallslista í eitt ár og þreytir síðan A próf. Að ári liðnu getur teymi þreytt A endurmatspróf sem nægilegt er að þreyta á tveggja ára fresti eftir það.


c próf

Stærð svæðis: 50 x 50 metrar
Fjöldi týndra: einn maður
Dýpt: allt að 1 meter
Tími til leitar:

​Hundur þarf að vera minnst 6 mánaða gamall.

B próf

Stærð svæðis: 100 x 100 metrar
Fjöldi týndra: 1-2 menn
Dýpt: 1-2 metrar
Tími til leitar: 25 mín

Hundur þarf að vera minnst 18 mánaða gamall og hundamaður þarf að vera fullgildur útkallsfélagi í björgunarsveit.​

A próf

Stærð svæðis: 150 x 150 metrar
Fjöldi týndra: 0-4 menn
Dýpt: 2-4 metrar
Tími til leitar: 30 mín

Auknar kröfur eru gerðar til hundamanns svo sem skipulagning leitarsvæðis ofl.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got