Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

​

Víðavangsleit

Picture
​Hundur þarf að leita tiltekið svæði og gefur fund til kynna með því að sækja eiganda sinn og gefur honum ákveðið merki um fund, svo sem að gelta, stökkva á hann, bíta í hlut eða annað greinilegt merki sem teymi hefur þjálfað.

Víðavangsþjálfun hefst eftir að vetrarúttekt lýkur, vanalega þegar að snjóa leysir eða í apríl. Víðavangsúttektir eru tvær til þrjár á tímabilinu og sú síðasta að hausti eða sept/okt. Úttektir eru þriggja daga langar og prófað er á hverjum degi.

Í upphafi eru hundar þjálfaðir fyrir C próf sem er skilyrði fyrir þjálfun fyrir B próf. Teymi sem lýkur B prófi skráist á útkallslista í eitt ár og þreytir síðan A próf. Að ári liðnu getur teymi þreytt A endurmatspróf sem nægilegt er að þreyta á tveggja ára fresti eftir það.


C próf

​Stærð svæðis:  200 x 200 metrar
Fjöldi týndra: einn maður
Tími til leitar: 30 mín

Hundur þarf að vera minnst 6 mánaða gamall. Hann leitar tiltekið svæði og þarf að gefa til kynna hvar hinn týndi er staðsettur.​

B próf

​Stærð svæðis:  800 x 800 metrar
Fjöldi týndra: 0-3 menn
Tími til leitar: 1,5 klst.

Hundur þarf að vera minnst 18 mánaða gamall. Hundamaður þarf að vera fullgildur félagi í björgunarsveit. Hundur þarf að finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu. Stjórnandi teymis skal gera grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar.

A próf

​Stærð svæðis:  1000 x 1000 metrar
Fjöldi týndra: 0-5
Tími til leitar: 2,5

​Hundur þarf að finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu. Hundastjórnandi skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hans. Stjórnandi skal gera grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á teymið. Stjórnandi á að vera hæfur til að stjórna/skipuleggja leit á vettvangi þar sem eru fleiri hundateymi og aðrir leitarflokkar.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got