Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Eldbergs

Snjóflóðaleitaræfing

3/2/2020

 
Æingahelgi Leitarhunda fór fram á Akureyri um helgina. Ghazi æfði snjóflóðaleit bæði laugardag og sunnudag og stóð sig að sjálfsögðu mjög vel. Hann er virkilega efnilegur vinnuhundur og mjög lofandi sem leitarhundur. Við stefnum á að taka útkallspróf á hann og verður hann þá einn af þremur schäferhundum á landinu með slíkt gilt próf í snjóflóðaleit. Við höfum þjálfað leitarhunda í rúm 12 ár og yrði Ghazi okkar þriðji schäfer sem fer á útkallslista björgunarsveitanna. Mikil vöntun er á snjóflóðaleitarhundum og hafa síðustu vikur sýnt að þörfin er svo sannarlega til staðar.

​Hundar eru ein öflugasta björgin sem við höfum í snjóflóðaleit en þeir geta fundið lykt af mönnum á nokkurra metra dýpi. Snjóflóðaleitin er fínleit líkt og sporaleit svo svæðið sem farið er um er mun minna en í víðavangsleit. Hundur þarf að vera vel umhverfisvaninn, taka merkjum og stýringum frá stjórnanda, vera óhræddur við fólk, menn, dýr og vélar og fara öruggur niður í holuna til þess týnda. Verðlaunin eru að fá skemmtilegan leik eftir fundinn og þeir sem eru með allar tilætlaðar hvatir gera allt til þess að klára verkefnin sín og fá leikinn sinn að launum.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    December 2023
    November 2023
    February 2023
    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got