Eldbergs
HRFÍ hélt tvöfalda sýningu um helgina á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og fengum við frábært veður báða daga. Við mættum með tvo hunda, íslenska meistarann ISCH Gjósku Tind og innflutta vinnuhundinn AD BH IPO1 Kkl1 Ghazi von Nordsee Sturm. Þeir stóðu sig mjög vel og gætum við ekki verið sáttari við árangurinn. Báðir hundar fengu excellent og meistaraefni báða daga. Af 15 rökkum sem skráðir voru til leiks á laugardeginum var Ghazi valinn 2. besti rakki og Tindur 4. besti rakki. Á sunnudeginum varð Ghazi aftur 2. besti rakkinn. Við erum virkilega stolt af Ghazi að ná svo langt á báðum sýningum, undir sitthvorum dómaranum. Myndirnar að neðan fengum við sendar til okkar um helgina og eru þær af Ghazi.
Það gengur vel hjá Ghazi á æfingum og hefur hann fengið æfingar bæði í spori og víðavangsleit. Á þessari æfingu í maí tók hann nokkur spor, þar af eitt frekar krefjandi með nokkrum vinklum og mismunandi undirlendi. Hann er vanur sporavinnu frá Hollandi en þó með öðru undirlendi, töluvert frábrugðið íslenska landslaginu.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |