Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Fréttir

Ghazi á útkallslista í snjóflóðaleit

22/3/2021

 
Úttektarhelgi Leitarhunda fór fram á Austfjörðum um helgina og var einn hundur frá okkur, Ghazi, skráður í próf. Tveir hvolpar frá okkur, Apríl og Dixie, voru einnig á svæðinu við æfingar í snjóflóðaleit. Lágmarksaldur í próf er 6 mánaða og eru þær of ungar til þess að mega ljúka grunnprófi. Úttektin samanstendur af fjögurra daga prófatörn þar sem hundur þarf að ná prófi fjóra daga í röð til þess að standast kröfur. Snjóflóðaleitarprófin eru haldin einu sinni á ári.

Ghazi var skráður í útkallspróf og rúllaði því að sjálfsögðu upp. Hann er því kominn á útkallslista í snjóflóðaleit hjá Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík. Ghazi er þriðji hundurinn okkar sem fer á útkallslista hjá björgunarsveitunum en við höfum þjálfað hunda til björgunar- og leitarstarfa frá árinu 2007.
Picture
Picture
Picture
Ghazi og Apríl flugu austur á firði og voru við snjóflóðaleitaræfingar í Oddsskarði í fjóra daga

Italy 2 ára

12/3/2021

 
Italy og Karma hafa núna verið hjá okkur í eitt ár en við sóttum þær í einangrun 11. mars í fyrra. Við vorum mjög heppin að ná þeim heim rétt áður en covid skall á af fullum þunga en þær voru í síðasta 4 vikna einangrunarhollinu í Móseli. Italy varð 2 ára þann 10. mars. Hún var mynduð fyrr á árinu og er frí af mjaðma- og olnbogalosi. Næsta got hjá okkur verður undan Italy og Ghazi og erum við mjög spennt fyrir þeirri pörun.

Italy er undan heimsfrægum þýskum rakka: Kampus vom Drei Birkenzwinger. Kampus er glæsilegur rakki með flottan sýningarferil en hann varð V1 á Sieger show í Þýskalandi sem er aðal schäfersýning heims. Í móðurætt er Italy barnabarn Ballack von der Brucknerallee. Ballack er einnig heimsfrægur þýskur rakki en hann sigraði á Siger show í Þýskalandi fjögur ár í röð auk þess að sigra Sieger sýningar í öðrum löndum.
Picture
V1 BSZS IGP3 Kkl1 Kampus vom Drei Birkenzwinger

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got