Eldbergs
Okkur þykir gaman að segja frá því að við eigum von á hvolpum í lok nóvember. Þeir eru undan innfluttu hundunum okkar Ghazi og Quimbu. Þetta verður fimmta got Ghazi á Íslandi en hann á nú þegar fjögur got hjá þremur öðrum ræktendum. Báðir foreldrarnir hafa lokið BH skapgerðarmati en að auki hefur Ghazi lokið þeim vinnuprófum sem kröfur gera um erlendis (IPO1) auk þess að hafa lokið Kkl1 ræktunarstaðli (Körung / Breed Surveyed).
Deildarsýning Schäferdeildarinnar var haldin 12. október í Mánahöllinni í Keflavík. Dómari sýningarinnar var sérhæfður schäferdómari og voru yfir 50 hundar skráðir. Ghazi var í 1. sæti í vinnuhundaflokk með excellent og meistaraefni. Þá keppti hann við aðra rakka um titilinn Besti rakki tegundar og sigraði einnig þar og fékk sitt annað íslenska meistarastig. Þá keppti hann við bestu tík tegundar og sigraði Ghazi og var valinn Besti hundur tegundar. Að lokum keppti hann við besta síðhærða hundinn og sigraði Ghazi einnig þar og var valinn BESTI HUNDUR SÝNINGAR.
Tveir hvolpar undan Ghazi voru skráðir á sýninguna og sigruðu báðir sína flokka. Tíkin Orka (Kolgrímu Oh my god) var valin Besta tík tegundar í hvolpaflokki 3-6 mánaða (síðhærður schäfer). Rakkinn Síló (Ice Tindra Silo) var valinn Besti rakki tegundar í hvolpaflokki 3-6 mánaða (síðhærður schäfer). Glæsilegur árangur hjá afkvæmum Ghazi og hlökkum við til að fylgjast með þeim. Við fengum fyrrverandi eigendur Ghazi í heimsókn yfir helgina og sáu þau um að sýna Ghazi fyrir okkur. Þau eru öll professional sýnendur og sýna schäferhunda út um allan heim. Þau þjálfuðu Ghazi frá upphafi (sýningaþjálfun, hlýðni, spor, bitvinna) og kenndu honum allt sem hann kann. |
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |