Eldbergs
Þá fer viðburðarríku sumri að ljúka. Við ferðuðumst víða um landið, fórum vikuferð í bústað, vikuhringferð um landið auk annarra styttri helgarferða og dagsferða. Það er að okkar mati auðvelt að ferðast með hunda innanlands, þeir eru yfirleitt allstaðar velkomnir. Á okkar ferð var aðeins einn staður sem ekki leyfir hunda og vissum við af því fyrirfram en það er Herjólfsdalur. Það kom þó ekki að sök þar sem það er annað tjaldsvæði í Vestmannaeyjum og þar eru hundar velkomnir. Þegar við ferðumst með hundana höfum við augun opin fyrir svæðum þar sem þeir geta fengið að hlaupa um lausir eins og þeir eru vanir að gera hjá okkur daglega. Oftast verða fyrir valinu fjörur, hættulitlar ár og opin svæði fjarri bílaumferð. Myndirnar koma í réttri tímaröð og eru teknar í maí, júní og júlí. Við minnum á Instagram síðuna okkar undir nafninu eldbergs en þar koma reglulega inn myndir og fréttir.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |