Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Eldbergs

Hvolparnir komnir í hvolpagrindina

2/6/2021

 
Hvolparnir stækka og dafna og verða fjörugri með hverjum deginum. Þau eru byrjuð að fá mat og hafa flutt úr hvolpakassanum yfir í stóra hvolpagrind. Svæðið þeirra þar er mjög stórt og fjölbreitt og býður upp á mikla möguleika. Þegar þau koma yfir í hvolpagrindina 3 vikna sér maður hvað þau verða allt í einu áhugasöm um umhverfið, skoða sig um og prófa sig áfram. Þau eru einnig byrjuð að dilla rófunni og leika hvert við annað. Hvolparnir búa í stofunni hjá okkur og fá klapp og knús á hverjum degi. Nú tekur við umhverfisþjálfun þar sem þau munu kynnast allskonar ólíkum aðstæðum, hljóðum, leikföngum og mismunandi undirlagi. Fljótlega verða þau tilbúin til þess að leika úti og munu þá fá að fara út nokkrum sinnum á dag. Þrátt fyrir að gerðið þeirra sé stórt í dag verður það of lítið fyrir svo stóra og orkumikla tegund og munu þau fá að hlaupa laus hjá okkur inni og úti þegar þar að kemur.
Picture
Picture
Picture
Picture

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    December 2023
    November 2023
    February 2023
    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got