Eldbergs
Nýju tíkurnar okkar komu úr einangrun á miðvikudaginn og gengur þeim mjög vel að aðlagast nýjum aðstæðum. Báðar eru afskaplega ljúfar og góðar en á heimilinu eru fyrir þrjú ung börn og þrír aðrir hundar. Þær nutu sín vel í lausagöngu með Ghazi eins og sjá má á myndunum.
Það mun heldur betur fjölga á heimilinu hjá okkur í næstu viku en þá munu nýju tíkurnar okkar tvær koma úr einangrun. Þær eru báðar frá Hollandi og bíða okkar núna í einangrunarstöðinni Móseli.
Sú eldri heitir Karma og er 2 ára. Hún hefur lokið öllum tilskyldum kröfum erlendis til þess að vera notuð í ræktun svo sem AD þolpróf, BH skapgerðarmat og IGP1 próf (hlýðni, spor og bitvinna) ásamt því að hafa hlotið gæðavottunina Kkl1 fyrir byggingu, geðslag og vinnueiginleika. IGP prófið er nýtt endurbætt próf í stað þess sem áður var kallað IPO og lauk hún öllum sínum prófum í Þýskalandi. Karma er undan VA1 IPO3 Kkl1 Zirko van Liedehof sem sigraði Sieger show í Hollandi 2018 og er hún frí af mjaðma- og olnbogalosi. Yngri tíkin heitir Italy. Hún er tæplega árs gömul, virkilega falleg og efnileg tík. Italy er undan hinum fræga V1 BSZS 2019 IPO2 Kkl1 Kampus vom Drei Birkenswinger, ungur og glæsilegur þýskur rakki sem hefur sigrað fjölmargar sýningar. Kampus náði auk þess toppeinkunn á Sieger show í Þýskalandi 2018 og 2019 þar sem hann sigraði í bæði skiptin (SG1 og V1) og verður hann eflaust aftur á meðal þeirra hæstu núna í ár. Við erum virkilega ánægð með þessar tvær vinkonur og hlökkum mikið til að hitta þær aftur. |
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |