Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Fréttir

Hvolpar Fæddir

22/5/2021

 
Fyrir tæpum tveimur vikum fæddust hjá okkur 9 hvolpar. Því miður veiktust tveir skyndilega og dóu svo nú erum við með 7 spræka og duglega hvolpa undan Ghazi og Italy. Hvolparnir þyngjast, stækka og dafna vel. Sumir eru farnir að opna augun og nokkrir myndast við að reisa sig upp á lappir og reyna að ganga.

Við erum að byrja að fara yfir hvolpabiðlistann. Þeir sem eru að fylgjast með okkur, eru á biðlistanum og eru enn að bíða eftir hvolpi er velkomið að minna á sig. Við munum fljótlega byrja að hafa samband við þá sem eru á bið hjá okkur.
Picture
Picture
Picture
Picture

Hundarnir á batavegi

1/5/2021

 
Eins og margir vita lentum við í hrottalegri árás fyrir um tveimur vikum. Aðeins örfáum dögum eftir að við tilkynntum um væntanlegt got var u.þ.b. hálfu kg af rottueitri dreift um garðinn hjá okkur í bland við pylsubita og kjötbollur. Tveir af hundunum okkar komust í þessa blöndu, væntanlegir foreldrar gotsins þau Ghazi og Italy, og átu þau bæði nokkra bita.

Sem betur fer gerðum við okkur grein fyrir að búið væri að eitra fyrir þeim og var því hægt að bregðast skjótt við með því að framkalla uppköst og komast undir læknishendur þar sem þau fengu bæði lyfjakol og mótefni. Parið hefur verið í reglulegu eftirliti hjá dýralækni síðan þá og hefur tekið því rólega samkvæmt læknisráði. Blessunarlega eru þau á batavegi eftir þennan verknað en augljóst þykir að rottueitrinu, sem komið var fyrir í garðinum okkar í skjóli nætur, var ætlað til þess að valda alvarlegum skaða. Um lífshættulegt efni að ræða sem einungis meindýraeyðar hafa leyfi til þess að kaupa og nota við sérstakar aðstæður.

Við viljum benda fólki á að vera ávallt vakandi fyrir því ef búið er að dreifa matvælum utandyra og leita strax til dýralæknis ef minnsti grunur leikur á eitrun.

Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem hafa haft samband símleiðis, í skilaboðum og vefpósti, sent okkur batakveðjur, hlýjar hugsanir eða komið til okkar með fyrirspurnir um líðan hundana. Við kunnum vel að meta þann hlýhug og alla þá aðstoð sem við höfum fengið.
Picture
Italy og Ghazi eru á batavegi. Hafa staðið sig eins og hetjur. Hvolparnir þeirra vaxa og dafna í móðurkviði.
Picture
Langur sunnudagur... Blóðprufur, lyfjakol, mótefni, skoðun og hvolpasónar á vaktinni hjá Grafarholti.
Picture
Eftirfylgni, skoðanir, blóðprufur og hvolpasónar hjá okkar dýralækni, nokkrar heimsóknir.
Picture
Gríðarlega miklu magni af eitri var komið fyrir í garðinum. Hér má sjá rauða vaxhúðaða rottueitursbita, ætlaða í holræsi.

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got