Eldbergs
Hvolparnir hennar Körmu komu í heiminn þriðjudaginn 27. október. Fæðingin gekk mjög vel og komu allir hraustir og heilbrigðir í heiminn. Alls fæddust 11 hvolpar og var kynjaskiptingin 9 tíkur og 2 rakkar. Karma stendur sig frábærlega vel í móðurhlutverkinu en þetta er hennar fyrsta got. Hvolparnir þyngjast og dafna og heilsast öllum vel. Í röntgenmyndatöku sem tekin var viku áður kom í ljós að Karma ætti von á 11 hvolpum. Við bjuggumst við stóru goti en engan grunaði að þeir væru alls 11 talsins. Allar líkur eru á því að hér sé stærsta schäfergot sem hefur fæðst og lifað á Íslandi. Karma var hraust alla meðgönguna enda í góðu formi og bar sig ótrúlega vel þrátt fyrir þennan fjölda. Hvolpakassinn er heimagerður og var settur upp um tveimur vikum fyrir got. Tveimur dögum fyrir settan dag var Karma byrjuð að krafsa og undirbúa sig. Fæðingin hófst fyrir hádegi á settum degi og lauk um kl 20 sama dag. Við fengum 10 heklaðar hvolpaólar í mismunandi litum að gjöf fyrir fæðinguna. Þegar ljóst var að hvolparnir væru fleiri en 10 var skellt í nokkrar aukaólar fyrir okkur og þvi er ein tíkin tvílit eins og sjá má.
Við hlökkum til að fylgjast með þessum glæsilega hópi stækka og þroskast. |
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |