Eldbergs
Við erum búin að para innfluttu hundana okkar, þau Quimbu og Ghazi. Eftir nokkrar vikur munum við fara með Quimbu í sónar og fáum þá að vita hvort pörunin hefur tekist.
Ghazi kemur frá Hollandi og Quimba frá Þýskalandi. Þau eru bæði frí af mjaðma- og olnbogalosi. Bæði hafa þau lokið BH skapgerðarmati erlendis ásamt AD þolprófi. Ghazi er búinn með þau vinnupróf sem krafist er erlendis fyrir ræktunardýr (IPO1; spor, hlýðni og bitvinna) ásamt Kkl1 ræktunardóm sem er einskonar gæðavottun fyrir rétta byggingu, geðslag og vinnueðli. Við erum mjög spennt fyrir þessari pörun og vonumst til að fá jákvæðar fréttir innan nokkurra vikna. Quimba og Ghazi verða pöruð á næstu dögum og ef allt gengur upp munum við eiga von á hvolpum í júlí. Áhugasamir geta haft samband við okkur í síma 868-1889 eða sent póst. Sjá nánari upplýsingar hér.
Við fengum sendar nokkrar fallegar myndir af Ghazi sem voru teknar í veðurblíðunni um daginn. AD BH IPO1 KKl1 Ghazi von Nordsee Sturm - Ljósmyndir: Guðmundur Rafn Ásgeirsson.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |