Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Eldbergs

Gleðileg jÓl

26/12/2019

 
Við óskum öllum gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Árið hefur verið sérstaklega gott hjá okkur. Nú hefur 21 fjölskylda eignast hvolp undan Ghazi og munu fleiri bætast í hópinn á næsta ári. Það er gaman að fá að fylgja hvolpunum eftir og sjá þá vaxa og dafna og ánægjulegt að heyra hvað gengur vel hjá öllum. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í göngunni okkar á aðfangadag.
Picture
Picture
Picture
Picture

Annar besti hundur sýningar

4/12/2019

 
Ghazi var valinn Besti rakki tegundar og Besti hundur tegundar á hundasýningu HRFÍ í nóvember. Hann fékk íslenskt meistarastig, norðurlandameistarastig og Crufts þátttökurétt. Þetta var hans þriðja íslenska meistarastig svo hann er núna orðinn Íslenskur meistari. Ghazi keppti því næst í tegundahóp 1 við aðra fjár- og hjarðhunda, sigraði þar og var valinn Besti hundur í tegundahóp 1. Á sunnudeginum mætti hann aftur í stóra hringinn í Best in show og lenti í öðru sæti. Ghazi var því Annar besti hundur sýningar! Glæsilegur árangur hjá þessum unga hundi og mikið sem við erum stolt af honum. Alls voru skráðir 842 hundar af ýmsum tegundum.

Eftir árið er Ghazi:
Stigahæsti rakki Schäferdeildarinnar
Stigahæsti hundur Schäferdeildarinnar
Stigahæsti schäfer hjá HRFÍ
​Stigahæsti hundur HRFÍ allar tegundir 10.-12. sæti
Íslenskur meistari
3x BOB Besti hundur tegundar
BIS 1 Besti hundur sýningar Sérsýning Schäferdeildar
BIS 2 Annar besti hundur sýningar HRFÍ 
Picture
Picture
Picture
Picture
Sýningarárangur Ghazi 2019

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    February 2023
    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got