Eldbergs
Ghazi mætti á æfingu hjá Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um helgina ásamt fjórum öðrum hundum. Hann tók bæði úthlaup í víðavangsleit en einnig sporarakningu. Hann hefur mikla möguleika á að sinna hvoru tveggja svo það verður spennandi að sjá hvort verður fyrir valinu. Við hlökkum til að fylgjast með honum á æfingum næstu vikur.
Við fengum staðfest í vikunni að von er á fyrsta goti undan Ghazi hér á Íslandi en hann á fyrir fjögur got í Hollandi. Ghazi var paraður við glæsilega síðhærða tík; CIB ISShCh RW-14-15-16 Kolgrímu Gypsy Woman Hólm. Dimma, eins og hún er kölluð, er margverðlaunuð, alþjóðlegur og íslenskur sýningameistari hjá HRFÍ og var valin Reykjavík Winner 2014, 2015 og 2016. Hún var stigahæsti síðhærði hundur ársins hjá Schäferdeildinni 2013 og 2014 og stigahæsti schäfer í hlýðni brons árið 2016. Dimma og Ghazi eru bæði frí af mjaðma- og olnbogalosi. Við erum mjög spennt fyrir þessu goti hjá Kolgrímuræktun (Gulli s. 824-1076) og hlökkum mikið til að sjá væntanlega hvolpa í maí.
Ghazi hefur gaman af allri vinnu og er ótrúlegt að fylgjast með honum hversu áhugasamur og einbeittur hann er. Ghazi lauk IPO1 prófi í Þýskalandi (áður Schutzhund) sem er þríþætt próf og samanstendur af hlýðni, spori og bitvinnu. Framundan hjá okkur eru áframhaldandi æfingar, framhaldsnámskeið í hlýðni og próf.
Það var fallegt og stillt veður í gær. Nýttum tímann í hlaup, leik og umhverfisþjálfun. Pallurinn sem þau standa á er í um 1,5 meters hæð og þarf að stökkva upp og niður og hoppa á milli svæða. Á myndunum eru Ghazi og Quimba.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
February 2023
Flokkar |