Eldbergs
Við höfum átt og þjálfað schäferhunda til leitar- og björgunarstarfa frá árinu 2007. Á þessum tíma árs fara árlega fram æfingar í snjóflóðaleit og sækja hundarnir okkar æfingar bæði í nágrenni við höfuðborgarsvæðið og á landsbyggðinni. Öll leitarpróf féllu niður á síðasta ári svo við fögnum því að aðstæður bjóði loks upp snjóflóðaleitarpróf í næsta mánuði. Þangað til halda æfingar áfram og hafa hundarnir gott og gaman af enda gengur leitarþjálfunin út á leik og gleði fyrir hundinn.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |