Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Eldbergs

6 vikna í dag

8/12/2020

 
Gotið okkar er 6 vikna í dag og því er mikið fjör á heimilinu. Þau sýna öll sterkan karakter og eru dugleg að fara um heimilið, naga og draga leikföng og veltast um hvort annað í leik. Veðrið hefur verið ágætt undanfarið sem gefur okkur tækifæri til þess að leyfa þeim að hlaupa um úti og leika. Daglega takast þau á við alls konar verkefni og áskoranir enda reynum við að hafa umhverfið áhugavert og hvetjandi með fjölbreyttri afþreygingu. Á heimilinu búa einnig þrjú börn og fá því allir hvolpar næga athygli, knús og klapp á milli þess sem þau sofa, borða og leika sér.

Hvolparnir munu flytja á nýju heimilin sín 22. desember. Við erum svakalega stolt og ánægð með hvolpakaupendahópinn okkar og hlökkum til þess að gleðja allar fjölskyldurnar rétt fyrir jól þegar við afhendum þeim nýjasta fjölskyldumeðliminn. Það var gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni að fara í gegnum umsóknirnar en því miður gátum við aðeins valið úr lítið brot sem bauðst að lokum hvolpur frá okkur. Við hvetjum því fólk til þess að fylgjast vel með og vera í sambandi við okkur í vetur og næsta vor. Ef allt gengur upp munum við para Italy og Ghazi og gerum ráð fyrir hvolpum næsta sumar.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    February 2023
    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got