Eldbergs
Nú hafa nýju tíkurnar verið hjá okkur í rúmar þrjár vikur. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þeim og kynnast þeim betur. Þær eru báðar rosalega skemmtilegir karakterar, fjörugar, orkumiklar, yndislegar og barngóðar.
Sjötta gotið hans Ghazi kom í heiminn í mars og fæddust 8 heilbrigðir og duglegir hvolpar hjá Svarthamars ræktun. Þar á undan fæddust 10 hraustir hvolpar undan Ghazi hjá Ásgarðs Freyju ræktun í byrjun febrúar. Alls eru því afkvæmi Ghazi á Íslandi orðin 39. Við höfum fengið frábært tækifæri til að fylgja öllum gotunum hans eftir og er virkilega gaman að sjá hversu vel gengur hjá hvolpum og eigendum þeirra. Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |