Eldbergs
Úttektarhelgi Leitarhunda fór fram á Austfjörðum um helgina og var einn hundur frá okkur, Ghazi, skráður í próf. Tveir hvolpar frá okkur, Apríl og Dixie, voru einnig á svæðinu við æfingar í snjóflóðaleit. Lágmarksaldur í próf er 6 mánaða og eru þær of ungar til þess að mega ljúka grunnprófi. Úttektin samanstendur af fjögurra daga prófatörn þar sem hundur þarf að ná prófi fjóra daga í röð til þess að standast kröfur. Snjóflóðaleitarprófin eru haldin einu sinni á ári. Ghazi var skráður í útkallspróf og rúllaði því að sjálfsögðu upp. Hann er því kominn á útkallslista í snjóflóðaleit hjá Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík. Ghazi er þriðji hundurinn okkar sem fer á útkallslista hjá björgunarsveitunum en við höfum þjálfað hunda til björgunar- og leitarstarfa frá árinu 2007. Ghazi og Apríl flugu austur á firði og voru við snjóflóðaleitaræfingar í Oddsskarði í fjóra daga
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |