Eldbergs
Theodór hefur starfað sem björgunarsveitarmaður á útkallslista í rúm 15 ár. Fyrir 12 árum byrjaði hann að þjálfa Huga með Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, síðan Tind og núna Ghazi. Við fengum nokkrar myndir sendar af Ghazi sem teknar voru á æfinga- og úttektarhelgi Leitarhunda. Ghazi æfði bæði laugardag og sunnudag og tók leitir í víðavangsleit (vindlykt) ásamt sporaleit. Það virðist engu máli skipta hvaða verkefni þessi hundur fær, hann rúllar öllu upp enda gríðarlega vinnusamur. Þrátt fyrir að vera með bæði bitvinnupróf og erlent sporapróf þá er lítið mál að þjálfa hann að auki í víðavangsleit og sporaleit í íslenskri náttúru.
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |