Eldbergs
Það var fallegt veður í Hafnarfirði á Norðurlandasýningu HRFÍ laugardaginn 24. ágúst. Ghazi var valinn Besti hundur tegundar og keppti síðar um daginn í úrslitum í Tegundarhópi 1 þar sem hann lenti í 3. sæti. Glæsilegur árangur hjá þessum fallega unga rakka og gætum við ekki verið stoltari og ánægðari með hann. Hann fékk sín fyrstu meistarastig á sýningunni, íslenskt meistarastig og NKU norðurlandastig. Á sunnudeginum var hann valinn Annar besti rakki tegundar og hlaut þá alþjóðlegt meistarastig. Við þökkum Eygló okkar enn og aftur fyrir að sýna hann og Gumma ljósmyndara fyrir að ná fjölmörgum góðum myndum fyrir okkur af Ghazi.
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |