Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Fréttir

Gleðileg jól

21/12/2021

 
Nú þegar árinu er að ljúka viljum við óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á næsta ári. Við erum þakklát fyrir þann góða stuðning sem við höfum fengið og þann áhuga sem fólk hefur sýnt okkar ræktun. Í ár höfum við fengið alls konar áskoranir. Í upphafi árs má helst nefna eftirfylgd með okkar fyrsta goti sem afhent var fyrir ári síðan, þann 22. desember. Allir hvolpar úr A gotinu sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu sóttu námskeið saman hjá Ástu Dóru í hundaskólanum Gallerí Voff sem gekk frábærlega vel. Flestir hvolpar búsettir á landsbyggðinni sóttu helgarnámskeið í sinni heimabyggð hjá Alberti Steingrímssyni en hann hefur haldið námskeið árlega á Austurlandi og Norðurlandi. Við leggjum mikla áherslu á að hvolpar og eigendur sæki námskeið þar sem fram fer mikil umhverfisþjálfun og eigendur læra undirstöðuatriðin í uppeldi og þjálfun hvolpa. Í mars fór fram snjóflóðarleitarúttekt hjá Leitarhundum og lauk Ghazi leitarprófi með glæsilegum árangri og komst þar með á útkallslista björgunarsveitanna sem snjóflóðarleitarhundur. Þann 18. apríl, aðeins örfáum dögum eftir tilkynningu um næsta got hjá okkur, lentum við í því að miklu magni af rottueitri í bland við matvæli var dreift um garðinn hjá okkur. Augljóst var að tilgangurinn hafi verið að stórskaða okkar ræktun en rottueitur veldur löngum og kvalarfullum dauðdaga fyrir þann sem það innbyrðir. Til allrar lukku voru börnin okkar að heiman sem og tveir hundar af fjórum sem búsettir voru hjá okkur á þeim tíma. Þau tvö sem urðu fyrir eitruninni náðu fullum bata og ekki að sjá á þeim í dag að nokkuð hafi komið fyrir. B gotið okkar fæddist svo í maí og fluttu þau á sín heimili í byrjun júlí. Eftir mikla yfirsetu við umönnun hvolpanna gafst því tími til ferðalaga og fóru mest fjórir hundar með okkur í útilegur. Hvolpar í B goti sem búsettir eru á suðvesturhorni landsins sóttu námskeið í haust hjá Ástu Dóru með góðum árangri og hvolpar á landsbyggðinni hafa fengið sína þjálfun í heimabyggð og dafna allir vel. Við stefnum á að vera með eitt til tvö got á næsta ári og hvetjum áhugasama til að setja sig í samband við okkur. Við minnum á instagram síðuna okkar undir nafninu eldbergs en þar koma reglulega inn myndir og fréttir.

Við þökkum samfylgdina í ár og hlökkum til spennandi tíma á komandi árum. Bestu kveðjur frá Eldbergs fjölskyldunni. 
Picture
Verslunarmannahelgi 2021 - Á toppi Bolafjalls við Bolungarvík

Comments are closed.

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got