Eldbergs
Eins og margir vita lentum við í hrottalegri árás fyrir um tveimur vikum. Aðeins örfáum dögum eftir að við tilkynntum um væntanlegt got var u.þ.b. hálfu kg af rottueitri dreift um garðinn hjá okkur í bland við pylsubita og kjötbollur. Tveir af hundunum okkar komust í þessa blöndu, væntanlegir foreldrar gotsins þau Ghazi og Italy, og átu þau bæði nokkra bita. Sem betur fer gerðum við okkur grein fyrir að búið væri að eitra fyrir þeim og var því hægt að bregðast skjótt við með því að framkalla uppköst og komast undir læknishendur þar sem þau fengu bæði lyfjakol og mótefni. Parið hefur verið í reglulegu eftirliti hjá dýralækni síðan þá og hefur tekið því rólega samkvæmt læknisráði. Blessunarlega eru þau á batavegi eftir þennan verknað en augljóst þykir að rottueitrinu, sem komið var fyrir í garðinum okkar í skjóli nætur, var ætlað til þess að valda alvarlegum skaða. Um lífshættulegt efni að ræða sem einungis meindýraeyðar hafa leyfi til þess að kaupa og nota við sérstakar aðstæður. Við viljum benda fólki á að vera ávallt vakandi fyrir því ef búið er að dreifa matvælum utandyra og leita strax til dýralæknis ef minnsti grunur leikur á eitrun. Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem hafa haft samband símleiðis, í skilaboðum og vefpósti, sent okkur batakveðjur, hlýjar hugsanir eða komið til okkar með fyrirspurnir um líðan hundana. Við kunnum vel að meta þann hlýhug og alla þá aðstoð sem við höfum fengið.
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |