Eldbergs
Italy og Karma hafa núna verið hjá okkur í eitt ár en við sóttum þær í einangrun 11. mars í fyrra. Við vorum mjög heppin að ná þeim heim rétt áður en covid skall á af fullum þunga en þær voru í síðasta 4 vikna einangrunarhollinu í Móseli. Italy varð 2 ára þann 10. mars. Hún var mynduð fyrr á árinu og er frí af mjaðma- og olnbogalosi. Næsta got hjá okkur verður undan Italy og Ghazi og erum við mjög spennt fyrir þeirri pörun. Italy er undan heimsfrægum þýskum rakka: Kampus vom Drei Birkenzwinger. Kampus er glæsilegur rakki með flottan sýningarferil en hann varð V1 á Sieger show í Þýskalandi sem er aðal schäfersýning heims. Í móðurætt er Italy barnabarn Ballack von der Brucknerallee. Ballack er einnig heimsfrægur þýskur rakki en hann sigraði á Siger show í Þýskalandi fjögur ár í röð auk þess að sigra Sieger sýningar í öðrum löndum. V1 BSZS IGP3 Kkl1 Kampus vom Drei Birkenzwinger
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |