Eldbergs
Um helgina var haldin Norðurljósasýning HRFÍ. Í fyrsta sinn eftir covid var haldin sýning án sóttvarnartakmarkanna og grímuskyldu sem voru góð tíðindi. Skráðir voru 83 schaferhundar, 52 snöggir og 31 síðhærður. Við mættum með sex hunda, Ghazi og fimm unga Eldbergshunda. Allir hundar frá okkur fengu excellent og fjórir fengu meistaraefni. Ghazi sigraði rakkana, var valinn Besti rakki tegundar og endaði sem Besti hundur tegundar. Hann fékk sitt síðasta alþjóðlega meistarastig og mun því hljóta nafnbótina CIB eða alþjóðlegur meistari. Einnig fékk hann sitt síðasta norðurljósameistarastig og mun fá nafnbótina NLM eða Norðurljósameistari. Ghazi keppti í úrslitum í stóra hringnum og endaði sem þriðji besti hundur af þeim fjár- og hjarðhundum sem mættu á sýninguna. Eldbergs Birta, fóðurtíkin okkar, var valin Besta tík tegundar, aðeins 9 mánaða gömul, eftir að hafa keppt við aðrar tíkur sem komust áfram upp úr sínum flokkum. Birta var einnig valin Besti ungliði tegundar. Hún fékk íslenskt meistarastig, norðurljósameistarastig og ungliðameistarastig. Virkilega glæsilega árangur hjá þessari ungu tík. Þar sem hún keppti í ungliðaflokki var hún of ung til þess að geta tekið við alþjóðlega meistarastiginu. Í úrslitum í stóra hringnum keppti hún við ungliða úr öðrum tegundum og komst í hóp topp 12 bestu ungliða sýningarinnar. Eldbergs Apríl, fóðurtíkin okkar, var valin önnur besta tík á eftir Birtu, aðeins 16 mánaða gömul. Hún hlaut vara alþjóðlegt meistarastig. Eldbergs Bríet, 9 mánaða fóðurtíkin okkar, komst einnig áfram í keppni um bestu tík tegundar í síðhærðum schafer. Hún hlaut vara ungliðameistarastig. Ungliðarakkarnir Eldbergs Birnir og Eldbergs Bjarkar voru að mæta á sína fyrstu sýningu. Báðir fengu excellent og góða umsögn í ungliðaflokki. Að lokum mættum við með Ghazi og afkvæmi í keppni um besta afkvæmahóp tegundar. Hópurinn fékk heiðursverðlaun og var valinn Besti afkvæmahópur tegundar. Við fórum síðan í úrslit sýningarinnar þar sem keppt var við hópa úr öðrum tegundum og sigruðum við sem Besti afkvæmahópur sýningar. Árangur okkar á sýningunni var virkilega glæsilegur og hlutum við eftirfarandi titla, stig og verðlaun:
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |