Eldbergs
Þá er það staðfest, við eigum von á goti í lok október undan innfluttu tíkinni okkar AD BH IGP1 Kkl1 Karma Esprit van de Ybajo Hoeve. Karma var pöruð við Íslands Ísafoldar Ljónharð "Leó" en hann á eitt got fyrir. Karma hefur lokið öllum tilskyldum kröfum erlendis til þess að verða ræktunardýr en hún hefur lokið skapgerðarmati, þolprófi, hlýðniprófi, sporaprófi og bitvinnuprófi. Einnig hefur hún hlotið gæðavottunina Kkl1 sem hundar fá erlendis ef þeir uppfylla skilyrði um byggingarlag, geðslag og vinnueiginleika. Karma er undan glæsilegum rakka, VA1 Zirko van Liedehof, sem sigraði stærstu sýningu Hollands, Sieger Show, árið 2018. Leó er undan íslenska og alþjóðlega meistaranum BIS CIB ISCH Welincha´s Yasko sem var einn sigursælasti schäfer á landinu á árum áður. Karma og Leó eru bæði frí af mjaðma- og olnbogalosi.
Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |