Eldbergs
Af okkur er allt gott að frétta. Eftir afhendingu á hvolpum í sumar tóku við nokkrar vikur af ferðalögum innanlands. Við fórum meðal annars hringinn í kringum Snæfellsnes, hringinn í kringum Vestfirði, helgarferð norður ásamt styttri dagsferðum. Okkur hefur allta tíð þótt auðvelt að ferðast með hundana, alltaf má finna fjörur og afvikna staði þar sem þeir geta hlaupið og leikið. Líkt og í fyrra fórum við í útilegur með hjólhýsið og gistum á hátt í tíu tjaldsvæðum í sumar. Hundarnir komu að sjálfsögðu með í allar hjóla- og fjórhjólaferðir enda býður hvoru tveggja upp á frábæra hreyfingu. Við fengum beiðni um eitt óvenjulegt og skemmtilegt verkefni í sumar en þá hafði samband við okkur kvikmyndatökufyrirtæki sem vantaði schäferhunda í tökur á stórri amerískri bíómynd. Við eyddum því heilum degi á setti með fjölda fólks og öðrum dýrum og stóðu hundarnir sig mjög vel. A-gotið okkar undan Körmu og Leó varð eins árs fyrir rúmri viku og óskum við eigendum og hundum innilega til hamingju með daginn. B-gotið sem fæddist í vor er rétt að verða hálfs árs eftir nokkra daga. Eldbergshvolparnir okkar 18 búa víðsvegar um landið og er gaman að sjá hversu margir innan hópsins hittast reglulega og hafa gaman. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá okkur síðan í sumar og haust. Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |