Eldbergs
Það gekk vel hjá okkur á hundasýningunni sem haldin var síðustu helgi. Við mættum með sex hunda á laugardaginn: þrjá hvolpa sem voru að koma á sína fyrstu sýningu, eina síðhærða ungliðatík, eina fullorðna tík og einn rakka. Það sem stóð hvað helst upp úr var árangur Ghazi á sýningunni en hann sigraði tegundina og fór í úrslit í stóra hringnum þar sem hann keppti við sigurvegara úr öðrum fjárhundategundum. Hann sigraði þar og var valinn Besti hundur í tegundahópi 1. Hann mætti því aftur á sunnudeginum til þess að keppa um titilinn Besta hund sýningar, topp 9 hundar yfir allar tegundir. Ghazi lenti þar í þriðja sæti og var því þriðji besti hundur sýningar af 1150 hundum en þetta var langstærsta sýning félagsins til þessa. Stórglæsilegur árangur og gætum við ekki verið stoltari. Annar hundur frá okkur keppti einnig í úrslitum en það var hin 6 mánaða gamla Eldbergs Birta sem sigraði hvolpaflokkinn og var valin Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða. Hún keppti því í stóra úrslitahringnum við aðrar tegundir hvolpa á sama aldri. Ghazi hefur ekki mætt á hundasýningu í tæp tvö ár og náði loks síðasta Norðurlandameistarastiginu sínu og fær því titilinn Norðurlandameistari ásamt nafnbótinni NORDICCH við nafnið sitt. Hann er því orðinn bæði Íslenskur meistari og Norðurlandameistari. ISCH NORDICCH AD BH IPO1 Kkl1 Ghazi von nordsee STurm - BEST in show 3Comments are closed.
|
EldbergsSchäfer ræktun Fréttir
December 2023
Flokkar |