Eldbergs
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got

Eldbergs

Hvolpar Fæddir

22/5/2021

 
Fyrir tæpum tveimur vikum fæddust hjá okkur 9 hvolpar. Því miður veiktust tveir skyndilega og dóu svo nú erum við með 7 spræka og duglega hvolpa undan Ghazi og Italy. Hvolparnir þyngjast, stækka og dafna vel. Sumir eru farnir að opna augun og nokkrir myndast við að reisa sig upp á lappir og reyna að ganga.

Við erum að byrja að fara yfir hvolpabiðlistann. Þeir sem eru að fylgjast með okkur, eru á biðlistanum og eru enn að bíða eftir hvolpi er velkomið að minna á sig. Við munum fljótlega byrja að hafa samband við þá sem eru á bið hjá okkur.
Picture
Picture
Picture
Picture

Hundarnir á batavegi

1/5/2021

 
Eins og margir vita lentum við í hrottalegri árás fyrir um tveimur vikum. Aðeins örfáum dögum eftir að við tilkynntum um væntanlegt got var u.þ.b. hálfu kg af rottueitri dreift um garðinn hjá okkur í bland við pylsubita og kjötbollur. Tveir af hundunum okkar komust í þessa blöndu, væntanlegir foreldrar gotsins þau Ghazi og Italy, og átu þau bæði nokkra bita.

Sem betur fer gerðum við okkur grein fyrir að búið væri að eitra fyrir þeim og var því hægt að bregðast skjótt við með því að framkalla uppköst og komast undir læknishendur þar sem þau fengu bæði lyfjakol og mótefni. Parið hefur verið í reglulegu eftirliti hjá dýralækni síðan þá og hefur tekið því rólega samkvæmt læknisráði. Blessunarlega eru þau á batavegi eftir þennan verknað en augljóst þykir að rottueitrinu, sem komið var fyrir í garðinum okkar í skjóli nætur, var ætlað til þess að valda alvarlegum skaða. Um lífshættulegt efni að ræða sem einungis meindýraeyðar hafa leyfi til þess að kaupa og nota við sérstakar aðstæður.

Við viljum benda fólki á að vera ávallt vakandi fyrir því ef búið er að dreifa matvælum utandyra og leita strax til dýralæknis ef minnsti grunur leikur á eitrun.

Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem hafa haft samband símleiðis, í skilaboðum og vefpósti, sent okkur batakveðjur, hlýjar hugsanir eða komið til okkar með fyrirspurnir um líðan hundana. Við kunnum vel að meta þann hlýhug og alla þá aðstoð sem við höfum fengið.
Picture
Italy og Ghazi eru á batavegi. Hafa staðið sig eins og hetjur. Hvolparnir þeirra vaxa og dafna í móðurkviði.
Picture
Langur sunnudagur... Blóðprufur, lyfjakol, mótefni, skoðun og hvolpasónar á vaktinni hjá Grafarholti.
Picture
Eftirfylgni, skoðanir, blóðprufur og hvolpasónar hjá okkar dýralækni, nokkrar heimsóknir.
Picture
Gríðarlega miklu magni af eitri var komið fyrir í garðinum. Hér má sjá rauða vaxhúðaða rottueitursbita, ætlaða í holræsi.

Væntanlegt got staðfest

15/4/2021

 
Við fengum staðfest í vikunni að von væri á goti hjá okkur í næsta mánuði. Foreldrar að þessu sinni eru báðir innfluttir: Italy van Liedehof og ISCH AD BH IPO1 Kkl1 Ghazi von Nordsee Sturm. Við erum mjög stolt af þessu goti enda eru foreldrarnir glæsilegir fulltrúar tegundarinnar. Ghazi og Italy koma bæði frá Hollandi og eru frí af mjaðma- og olnbogalosi.
Picture
Picture

Ghazi á útkallslista í snjóflóðaleit

22/3/2021

 
Úttektarhelgi Leitarhunda fór fram á Austfjörðum um helgina og var einn hundur frá okkur, Ghazi, skráður í próf. Tveir hvolpar frá okkur, Apríl og Dixie, voru einnig á svæðinu við æfingar í snjóflóðaleit. Lágmarksaldur í próf er 6 mánaða og eru þær of ungar til þess að mega ljúka grunnprófi. Úttektin samanstendur af fjögurra daga prófatörn þar sem hundur þarf að ná prófi fjóra daga í röð til þess að standast kröfur. Snjóflóðaleitarprófin eru haldin einu sinni á ári.

Ghazi var skráður í útkallspróf og rúllaði því að sjálfsögðu upp. Hann er því kominn á útkallslista í snjóflóðaleit hjá Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitinni Ársæl í Reykjavík. Ghazi er þriðji hundurinn okkar sem fer á útkallslista hjá björgunarsveitunum en við höfum þjálfað hunda til björgunar- og leitarstarfa frá árinu 2007.
Picture
Picture
Picture
Ghazi og Apríl flugu austur á firði og voru við snjóflóðaleitaræfingar í Oddsskarði í fjóra daga

Italy 2 ára

12/3/2021

 
Italy og Karma hafa núna verið hjá okkur í eitt ár en við sóttum þær í einangrun 11. mars í fyrra. Við vorum mjög heppin að ná þeim heim rétt áður en covid skall á af fullum þunga en þær voru í síðasta 4 vikna einangrunarhollinu í Móseli. Italy varð 2 ára þann 10. mars. Hún var mynduð fyrr á árinu og er frí af mjaðma- og olnbogalosi. Næsta got hjá okkur verður undan Italy og Ghazi og erum við mjög spennt fyrir þeirri pörun.

Italy er undan heimsfrægum þýskum rakka: Kampus vom Drei Birkenzwinger. Kampus er glæsilegur rakki með flottan sýningarferil en hann varð V1 á Sieger show í Þýskalandi sem er aðal schäfersýning heims. Í móðurætt er Italy barnabarn Ballack von der Brucknerallee. Ballack er einnig heimsfrægur þýskur rakki en hann sigraði á Siger show í Þýskalandi fjögur ár í röð auk þess að sigra Sieger sýningar í öðrum löndum.
Picture
V1 BSZS IGP3 Kkl1 Kampus vom Drei Birkenzwinger

Snjóflóðaleit

20/2/2021

 
Við höfum átt og þjálfað schäferhunda til leitar- og björgunarstarfa frá árinu 2007. Á þessum tíma árs fara árlega fram æfingar í snjóflóðaleit og sækja hundarnir okkar æfingar bæði í nágrenni við höfuðborgarsvæðið og á landsbyggðinni. Öll leitarpróf féllu niður á síðasta ári svo við fögnum því að aðstæður bjóði loks upp snjóflóðaleitarpróf í næsta mánuði. Þangað til halda æfingar áfram og hafa hundarnir gott og gaman af enda gengur leitarþjálfunin út á leik og gleði fyrir hundinn.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

A- gotið 3 mánaða í dag

27/1/2021

 
Það var ánægjulegt að afhenda spenntum fjölskyldum nýja heimilismeðliminn rétt fyrir jól. Það gengur rosalega vel hjá öllum og erum við mjög stolt af hópnum sem var valinn til þess að sinna þessu skemmtilega en krefjandi verkefni. Hvolparnir eru nú orðnir 3 mánaða og dafna og þroskast vel.

Kynjaskiptingin í hópnum voru 9 tíkur og 2 rakkar. Af þeim var ein tík síðhærð en hinir 10 voru snögghærðir. Hvolparnir fengu eftirfarandi nöfn og raðast hér eftir fæðingarröð:

Eldbergs Aría
Eldbergs Arka
Eldbergs Alda
Eldbergs Alba
Eldbergs Afla Ísafold
Eldbergs Apríl
Eldbergs Anton Berg
Eldbergs Askja
Eldbergs Andri
Eldbergs Ambra
Eldbergs Arða

Hér á eftir koma nokkrar myndir frá síðustu dögunum þeirra hjá okkur. Við vorum afskaplega heppin með veður þrátt fyrir árstíma. Hvolparnir höfðu því tækifæri til þess að fara nokkrum sinnum út yfir daginn og nutu sín ofsalega vel.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

6 vikna í dag

8/12/2020

 
Gotið okkar er 6 vikna í dag og því er mikið fjör á heimilinu. Þau sýna öll sterkan karakter og eru dugleg að fara um heimilið, naga og draga leikföng og veltast um hvort annað í leik. Veðrið hefur verið ágætt undanfarið sem gefur okkur tækifæri til þess að leyfa þeim að hlaupa um úti og leika. Daglega takast þau á við alls konar verkefni og áskoranir enda reynum við að hafa umhverfið áhugavert og hvetjandi með fjölbreyttri afþreygingu. Á heimilinu búa einnig þrjú börn og fá því allir hvolpar næga athygli, knús og klapp á milli þess sem þau sofa, borða og leika sér.

Hvolparnir munu flytja á nýju heimilin sín 22. desember. Við erum svakalega stolt og ánægð með hvolpakaupendahópinn okkar og hlökkum til þess að gleðja allar fjölskyldurnar rétt fyrir jól þegar við afhendum þeim nýjasta fjölskyldumeðliminn. Það var gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni að fara í gegnum umsóknirnar en því miður gátum við aðeins valið úr lítið brot sem bauðst að lokum hvolpur frá okkur. Við hvetjum því fólk til þess að fylgjast vel með og vera í sambandi við okkur í vetur og næsta vor. Ef allt gengur upp munum við para Italy og Ghazi og gerum ráð fyrir hvolpum næsta sumar.
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

11 Hvolpar fæddir

31/10/2020

 
Hvolparnir hennar Körmu komu í heiminn þriðjudaginn 27. október. Fæðingin gekk mjög vel og komu allir hraustir og heilbrigðir í heiminn. Alls fæddust 11 hvolpar og var kynjaskiptingin 9 tíkur og 2 rakkar. Karma stendur sig frábærlega vel í móðurhlutverkinu en þetta er hennar fyrsta got. Hvolparnir þyngjast og dafna og heilsast öllum vel.
Picture
Picture
Í röntgenmyndatöku sem tekin var viku áður kom í ljós að Karma ætti von á 11 hvolpum. Við bjuggumst við stóru goti en engan grunaði að þeir væru alls 11 talsins. Allar líkur eru á því að hér sé stærsta schäfergot sem hefur fæðst og lifað á Íslandi. Karma var hraust alla meðgönguna enda í góðu formi og bar sig ótrúlega vel þrátt fyrir þennan fjölda.
Picture
Picture
Hvolpakassinn er heimagerður og var settur upp um tveimur vikum fyrir got. Tveimur dögum fyrir settan dag var Karma byrjuð að krafsa og undirbúa sig. Fæðingin hófst fyrir hádegi á settum degi og lauk um kl 20 sama dag.
Picture
Picture
Við fengum 10 heklaðar hvolpaólar í mismunandi litum að gjöf fyrir fæðinguna. Þegar ljóst var að hvolparnir væru fleiri en 10 var skellt í nokkrar aukaólar fyrir okkur og þvi er ein tíkin tvílit eins og sjá má.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum glæsilega hópi stækka og þroskast. 
Picture
Picture

Staðfest got

26/9/2020

 
Þá er það staðfest, við eigum von á goti í lok október undan innfluttu tíkinni okkar AD BH IGP1 Kkl1 Karma Esprit van de Ybajo Hoeve. Karma var pöruð við Íslands Ísafoldar Ljónharð "Leó" en hann á eitt got fyrir. Karma hefur lokið öllum tilskyldum kröfum erlendis til þess að verða ræktunardýr en hún hefur lokið skapgerðarmati, þolprófi, hlýðniprófi, sporaprófi og bitvinnuprófi. Einnig hefur hún hlotið gæðavottunina Kkl1 sem hundar fá erlendis ef þeir uppfylla skilyrði um byggingarlag, geðslag og vinnueiginleika. Karma er undan glæsilegum rakka, VA1 Zirko van Liedehof, sem sigraði stærstu sýningu Hollands, Sieger Show, árið 2018. Leó er undan íslenska og alþjóðlega meistaranum BIS CIB ISCH Welincha´s Yasko sem var einn sigursælasti schäfer á landinu á árum áður. Karma og Leó eru bæði frí af mjaðma- og olnbogalosi.
Picture
Picture
Íslands Íslafoldar Ljónharður "Leó"
Picture
AD BH IGP1 Kkl1 Karma Esprit van de Ybajo Hoeve
<<Previous
Forward>>

    Eldbergs

    Schäfer ræktun

    Fréttir

    February 2023
    October 2022
    March 2022
    February 2022
    December 2021
    November 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019

    Flokkar

    All

    Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
  • Um okkur
  • Leitarþjálfun
  • Hafa samband
  • Væntanleg got
  • Eldri got